Samtök hernaðarandstæðinga leita svara

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í byrjun apríl. Segja samtökin að með setu sinni á fundinum hafi ráðherrarnir samþykkt þá stefnu sem fram kemur í yfirlýsingunni.  

Í tilkynningu Samtaka hernaðarandstæðinga segir „samkvæmt yfirlýsingunni hyggst NATO taka enn meiri þátt í stríðsrekstrinum í Írak, sem ríkisstjórnin harmaði í stefnuyfirlýsingu sinni og Samfylkingin var andvíg frá upphafi.  NATO mun einnig herða stríðsaðgerðir sínar í Afganistan, sem Ísland tekur þátt í undir yfirskini friðargæslu.  NATO leggur áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum, sem er réttlæting fyrir enn frekari hernaðarstefnu, vígbúnaði og atlögu að borgaralegum réttindum."

Samtökin telja að „eitt alvarlegasta atriði þessarar yfirlýsingar sé áætlun um aukinn vígbúnað NATO og aðildarríkja þess og stuðningur við fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna, sem setur öll fyrirheit um kjarnorkuafvopnun í uppnám."  Samtök hernaðarandstæðinga spyrja ríkistjórnina hvort það sé stefna hennar að styðja og taka þátt í þessari vígbúnaðar- og útþenslustefnu NATO.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert