Sjaldgæft íslenskt frímerki boðið upp

Frímerkið sjaldgæfa, sem selt verður í New York í maí.
Frímerkið sjaldgæfa, sem selt verður í New York í maí.

Sjaldgæft íslenskt frímerki er meðal 100 norrænna frímerkja, sem boðin verða upp í New York 16. maí. Um er að ræða yfirstimplað fimm aura frímerki frá árinu 1897 og er sagt vera eina heila merkið úr þessari útgáfu, sem vitað er um.

Það er bandaríski verðbréfasalinn Bill Gross, sem ætlar að selja frímerkin og mun andvirði frímerkjanna renna til góðgerðastofnunar, tengdri Columbia háskóla í New York, sem hagfræðingurinn Jefrrey Sachs stýrir. Bross seldi á síðasta ári bresk frímerki úr safni sínu og rann andvirðið til samtakanna Lækna án landamæra.

Blaðið International Herald Tribune segir frá þessu í dag. Í safni Gross er m.a. fjögurra merkja örk af fyrstu frímerkjunum, sem gefin voru út í Finnlandi árið 1856 og eru aftari merkin spegilmynd þeirra fremri. Gert er ráð fyrir að örkin seljist á jafnvirði 7,5-11 milljóna króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert