19 mánaða fangelsi fyrir að rjúfa endurkomubann

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan Litháa í 19 mánaða fangelsi fyrir að rjúfa endurkomubann en manninum var vísað úr landi eftir að hann lauk við að afplána 3 ára dóm, sem hann hlaut fyrir fíkniefnabrot hér á landi árið 2005.

Manninum var í desember 2006 veitt reynslulausn eftir að hann hafði afplánað um helming af dómi sínum. Honum var síðan vísað úr landi og bannaðað koma hingað aftur en kom á ný til landsins í janúar á þessu ári og dvaldist hér þar til lögreglumenn þekktu hann á Nýbýlavegi í Kópavogi í apríl.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn gaf þá skýringu á komu sinni til landsins að hann hefði heyrt á skotspónum í Litháen að ekkert væri að marka brottvísunina og gæti hann því komið aftur til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert