Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa

Landspítali.
Landspítali.

„Ástandið er hið sama, það er ekkert að gerast,“ segir Þórdís Borgþórsdóttir, trúnaðarmaður svæfingahjúkrunarfræðinga á Landspítalanum við Hringbraut. 96 hjúkrunarfræðingar af gjörgæslu-, skurð- og svæfingasviði hætta að óbreyttu 1. maí nk. Einhverjir eru þegar komnir með aðra vinnu. Þórdís segir fulla alvöru í uppsögnunum og að þær standi. Hún veit ekki til þess að neinir hjúkrunarfræðingar hafi dregið uppsagnir sínar til baka.

Engir fundir hafa verið milli hjúkrunarfræðinganna og yfirstjórnenda LSH síðan 1. apríl sl. og engir fundir verið boðaðir á næstunni. „Þetta er algjör pattstaða,“ segir Þórdís. Ekkert heyrist frá stjórnendum. „Þeir halda sínu til streitu líka,“ segir hún. Á síðasta fundi hafi stjórnendur lagt fram tillögur sem Þórdís segir hjúkrunarfræðinga ekki hafa getað sætt sig við.

Fundur sem fulltrúar geislafræðinga á myndgreiningadeild Landspítala áttu með yfirstjórn spítalans nýverið skilaði ekki heldur árangri. Ætlar stjórn spítalans nú í vikunni að ræða einslega við hvern og einn geislafræðing. 30-40 geislafræðingar hafa sagt upp störfum, eða yfir 90% þeirra sem starfa á myndgreiningardeild LSH. Líta þeir svo á að uppsagnirnar taki gildi 1. maí nk. en stjórnendur spítalans telja hins vegar að þær muni ekki taka gildi fyrr en 1. júní nk.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert