„Harðir dómar í fíkniefnamálum eru ekki einsdæmi í litlum samfélögum sem þurfa sérstaka vernd fyrir fíkniefnum, “ segir Linda M. Hesselberg, saksóknari í Færeyjum, en færeyska réttarkerfið hefur sætt gagnrýni frá Íslandi eftir dóm yfir Íslendingi í Færeyjarétti, en einkum vegna langrar einangrunarvistar sem hann sætti.
Saksóknari í Færeyjum vill gjarnan verja embættið í Færeyjum og skýra fyrir 24 stundum misskilning sem embættið telur að gætt hafi í frásögnum af örlögum Birgis Páls Marteinssonar í Færeyjum.
Saksóknari bendir einnig á að ólíkt því sem sums staðar hafi komið fram hafi ákærði verið yfirheyrður vegna rannsóknarinnar langt fram á þetta ár, síðast 26. mars. „ Það er misskilningur að færeyska lögreglan ástundi að stinga fólki sem á leið hjá í gæsluvarðhald og fleygja lyklinum,“ segir Linda.