Ferðir falla niður í 5-9 daga á ári

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Sig­urður Grét­ars­son, for­stöðumaður hafn­ar­sviðs Sigl­inga­stofn­un­ar, seg­ir reiknað með að fella þurfi niður ferðir Herjólfs 5-9 daga á ári vegna veðurs eft­ir að Land­eyj­ar­höfn hafi verið tek­in í notk­un. Trufl­un geti orðið á sigl­ing­um 10-15 daga á ári. Þetta sé svipað og er í dag þegar siglt er til Þor­láks­hafn­ar.

Sig­urður seg­ir að áður en rann­sókn­ir á þessu hafn­ar­stæði hóf­ust hafi verið efa­semd­ir inn­an Sigl­inga­stofn­un­ar um að hægt væri að gera höfn á Land­eyj­ars­andi. Ítar­leg­ar rann­sókn­ir hafi hins leitt í ljós að þetta sé vel fram­kvæm­an­legt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert