Fjölþáttameðferð vegna hegðunarvanda barna

Til stendur að innleiða á Íslandi fjölþáttameðferð sem nefnist MST eða Multisystemetic Therapy. Um er að ræða 3.-5. mánaða meðferð fjölskyldna barna á aldrinum 12-18 ára sem stríða við alvarlegan hegðunarvanda. 

Lögð er megináhersla á að efla foreldrahæfni, tengslanet og styrkleika fjölskyldunnar í samvinnu við skóla og aðra aðila í nærumhverfi barnsins.

MST aðferðin hefur verið þróuð og rannsökuð um áratugaskeið og er notuð víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum.

Niðurstöður hafa verið mjög góðar og hefur Ísland horft mikið til Noregs þar sem MST hefur verið innleitt í nokkur ár af miklum myndarbrag.

Stefnt er að því að innleiða MST hér á Íslandi í haust og felst starf Halldórs í að undirbúa ferlið. Undirbúningurinn er mikill sökum mikils gæðastjórnunarkerfis. Mikið eftirlit og samráð er meðal meðferðarsérfræðinga og verkefnastjóra. Vikulegt eftirlit verkefnastjóra er með framkvæmd meðferða og eru ákveðnar meðferðarreglur sem þarf að fylgja. Einnig er þetta ferli svo skoðað utan frá af MST sérfræðingi. Sá sérfræðingur verður að öllum líkindum staðsettur í Bandaríkjunum þar sem íslendingar eru ekki búnir að koma sér upp eigin MST sérfræðingum.

„Þetta hljómar kannski eins og mjög stíft eftirlitskerfi en það er það ekki í framkvæmd. Þetta á að tryggja það að verið sé að gera MST en ekki eitthvað annað af því að maður hefur alltaf tilhneigingu til þess að gera hlutina með sínu nefi. Það er gömul saga og ný að það er ekki bara tæknin sem er notuð heldur einstaklingurinn sem framkvæmir hana sem að ræður úrslitum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert