Flutningabifreið föst undir Stekkjabakkabrú

Flutningabifreiðin festist vegna of hás farms.
Flutningabifreiðin festist vegna of hás farms. mbl.is

Flutningabifreið situr föst undir Stekkjarbakkabrú á Reykjanesbraut.  Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um þrjúleytið tilkynning um flutningabifreið í sjálfheldu við brúna, vegna of hás farms.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu liggja ekki frekari upplýsingar fyrir að svo stöddu en ekki hefur verið tilkynnt um miklar tafir á umferð enn sem komið er.  Að sögn lögreglu er hámarkshæð á farmi hjá flutningabifreiðum, 4,20 metrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka