Fjölmenni fylgdist með þegar fyrsta skóflustungan að nýrri sundlaug á Hofsósi var tekin í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti, kona hans frú Dorrit og athafnakonurnar Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir tóku stunguna en þær Lilja og Steinunn gefa íbúum Hofsóss og nágrennis laugina.
Þetta var hátíðleg stund enda ríkir mikil tilhlökkun í byggðarlaginu vegna væntanlegrar sundlaugar en hún kemur í kjölfar þess að hitaveita var lögð til Hofsóss á síðasta ári.