Neytendasamtökin hvetja
neytendur til að taka þátt í samstilltu átaki á morgun á
milli 15 og 18. Markmiðið er að hvetja verslanir til að sinna
verðmerkingum betur og sjá til þess að þær séu ávallt réttar og til
staðar.
Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að allar vörur eiga að vera verðmerktar enda sé það forsenda þess að
neytendur geti tekið meðvitaða ákvörðun við kaup. Því miður er allt of
algengt að verðmerkingar vanti eða að verðupplýsingar séu rangar og
slíkt er ólíðandi. Í matvöruverslunum getur verð á hillukanti verið
annað en verð á kassa og dæmi eru um að tilboðsverð skili sér ekki á
kassann.
Átakið felst í því að virkja sem flesta neytendur því með samtakamætti
getum við haft áhrif og gert seljendum ljóst að við sættum okkur ekki
við ófullnægjandi, rangar eða jafnvel engar verðupplýsingar," að því er segir á vef Neytendasamtakanna.