Atvinnubílstjórar vinna nú að því að stofna hagsmunasamtök og mun stofnfundurinn fara fram næsta fimmtudagskvöld. Fulltrúar bílstjóranna funduðu starfshópi sem vinnur að endurskoðun eldsneytis og ökutækja í fjármálaráðuneytinu í dag.
Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, segir ýmislegt jákvætt hafa komið fram á fundinum en vildi ekki fara yfir þau atriði sem voru rædd í smáatriðum. „Það kom margt mjög gagnlegt fram hjá þeim, og við komum ansi mörgum sjónarhornum á framfæri,“ segir Sturla og bætir því við að farið verði yfir stöðuna á stofnfundi hagsmunasamtakanna á fimmtudaginn.
Fundurinn verður haldinn í Ártúni kl. 20. „Það verður tekin ákvörðun í framhaldi af því hvort menn hafi þolinmæði til að bíða [eftir að stjórnvöld aðhafist í málinu],“ segir Sturla. Hann segir að það muni koma í ljós á fundinum hvort bílstjórarnir muni standa fyrir frekari mótmælum á götum borgarinnar.