Sesselju Steingrímsdóttur brá í brún þegar hún hugðist hita upp tilbúinn fiskrétt sem hún átti í frystinum um daginn. „Ég ætlaði að fara að borða þetta og var að skoða hvernig ætti að elda réttinn. Þá sé ég að það er límt yfir verðmiðann, en ekki nógu vel. Svo ég fór að fletta og þá er varan útrunnin í janúar 2007, en ekki 2009 eins og stendur á efri miðanum.“
Fiskinn keypti Sesselja í lágvöruverðsverslun, en man ekki hverri. Segist framleiðandi vera þess fullviss að ekki hafi verið límt yfir miða innan fyrirtækis síns.