Veðurstofan spáir að verulega muni hlýna næstu daga. Vindátt verður suðlæg og vindhraðinn 8-15 m/s við suður- og vesturströndina, en annars hægari. Skýjað sunnanlands og lítils háttar væta á stöku stað en að mestu verður bjart annars staðar á landinu. Hiti getur náð allt að tíu gráðum á Suðvesturlandi.
Um helgina má svo búast við að kólni lítið eitt með hægri breytilegri átt og björtu veðri víða en hætt við þokulofti við sjávarsíðuna. Þá gæti verið næturfrost víða inn til landsins um helgina.