Akranesstrætóslær í gegn

„Akranesvagninn gengur náttúrlega vel og er búinn að gera það síðan Strætó bs. byrjaði að keyra upp eftir. Á morgnana fara tvær rútur frá Akranesi,“ segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjónustusviðs Strætó. Viðræður standa nú yfir milli fyrirtækisins og sveitarstjórnar Borgarbyggðar þess efnis að vagninn gangi alla leið upp í Borgarnes og jafnvel að Bifröst. Þá hafa sveitarstjórnarmenn úr Ölfusi og Árborg átt viðræður við Strætó um akstur þangað. Einar segir fyrirtækið ekki hafa rætt við sveitarfélög á Reykjanesi um samstarf, fréttir af áhuga á slíku hafi hann eingöngu úr fjölmiðlum.

Hann segir margt unnið með heildstæðu leiðakerfi á stór-höfuðborgarsvæðinu. „Það er alltaf gott að skipulagningin sé á sömu hendi. Vagnar sem koma frá þessum stöðum núna keyra allir niður á BSÍ en hægt væri að beina þeim í Mjódd þaðan sem er tenging í allar áttir. Það gæti til dæmis verið sparnaður í því.“

Undirbýr útboð

Strætó undirbýr nú gríðarstórt útboð sem auglýst verður í lok mánaðarins. „50% af okkar akstri verður auglýst en stór hluti af okkar akstri er ekki á okkar hendi þó við skipuleggjum leiðakerfið,“ segir hann.

Ekki fleiri byltingar

„Fólk kemur með tillögur til okkar og þegar við förum að vinna að leiðakerfismálum athugum við hvað er raunhæft í þeim.“

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert