Athugasemd frá Olís

Eftirfarandi athugasemd barst í gær frá framkvæmdastjórn Olíuverzlunar Íslands hf.:

„Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) mótmælir harðlega dylgjum og aðdróttunum um samráð, sem fram koma í frétt Morgunblaðsins í dag á bls. 2, undir fyrirsögninni „Óskaði eftir tilboðum og fékk sama afslátt hjá öllum“.

Lýsir félagið undrun sinni á, að Morgunblaðið birti á besta stað í blaðinu, með stórri fyrirsögn og vörumerkjum fyrirtækja, aðdróttunarfrétt byggða á óstaðfestum fullyrðingum, sem í þokkabót eru hafðar eftir ónafngreindum aðila. Til að bæta gráu ofan á svart kemur fram, að hinn ónafngreindi heimildarmaður vitnar að helmingi til samtala milli tveggja ótilgreindra aðila. Fréttin byggist auk þess á þeim grundvallarmisskilningi að álagning á eldsneyti sé prósentuálagning, en hér sem annars staðar í heiminum er álagning reiknuð í krónum á lítra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert