Íslenska ríkið hefur ekki greitt bætur til ættingja tveggja kvenna, sem létu lífið í sprengjuárás á íslenska friðargæsluliðar í Kabúl í Afganistann árið 2004. Ekki hafa heldur verið greiddar bætur til fólks sem særðist í árásinni. Tveimur fyrrum hæstaréttardómurum hefur verið falið að fara yfir málið og skila utanríkisráðuneytinu greinargerð.
Þetta kom fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, þegar hún svaraði fyrirspurn frá Árna Þór Sigurðssyni, þingmanni VG, sem vildi vita hvort íslenska ríkið greitt skaðabætur til 11 ára afganskrar stúlku og 23 ára bandarískrar konu, sem létu lífið í árásinni.
Ingibjörg Sólrún að ekki hefðu verið taldar forsendur til að greiða heimamönnum bætur vegna þess að enginn af íslenskum friðargæslumönnum hleypti af skotum eða skaðaði aðra. Um hafi verið að ræða árás á þá en ekki átök milli þeirra og annara.
Ingibjörg Sólrún sagði, að sumum virtist þykja, að sumir virðist telja að einhverju hafi verið leynt í málinu. Þess vegna hafi hún falið tveimur fyrrverandi hæstaréttardómurum, Guðrúnu Erlendsdóttur og Haraldi Henrýssyni, að gefa henni álit á málinu, fara yfir gögn og ræða við þá sem að málinu komu. Sagðist Ingibjörg Sólrún munu kynna utanríkisnefnd þingsins álitið þegar það liggur fyrir, væntanlega í sumar.
„Það er von mín að með þessu getum við endanlega metið atvikin, séð hvort ástæða er til breytts verklags eða aðgerða af einhverju tagi," sagði Ingibjörg Sólrún.