Hægt er að nálgast upplýsingar um hve líklegt fyrirtæki er til að lenda í alvarlegum vanskilum hjá fyrirtækinu CreditInfo Ísland. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að CIP áhættumatið meti fyrirtæki útfrá viðamiklum gögnum, s.s. ársreikningum, hlutafélagaskrá, upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra, eignatengsl við önnur félög, atvinnugrein og aldur.
„Með CIP Áhættumatinu er hægt að sjá hvaða liðir teljast fyrirtækinu helst til hækkunar eða lækkunar í mati. Þá sýna niðurstöður upplýsingar um t.d. þróun hagnaðar á milli ára, hvernig greiðsluhegðun fyrirtækið er að sýna og hver staða þess er í samanburði við önnur fyrirtæki" segir í tilkynningunni.
Reiknilíkanið CIP Áhættumat er smíðað af Paul Randall, sérfræðingi hjá systurfélagi Creditinfo Ísland. Að hans sögn er spágeta líkansins afar góð og raunar sú besta sem Creditinfo Decision hefur séð þegar hún er borin saman við nágrannalöndin.