Atvinnubílstjórar söfnuðst saman utan við Alþingi nú síðdegis til að minna á að þeir séu ekki hættir andófi gegn háu eldsneytisverði. „Við viljum sýna að við séum enn lifandi og ekki hættir," sagði Haukur Birgisson, einn talsmaður bílstjóra, sem sagði að þetta yrði „kyrrðarstund".
Um 10 sendibílar voru utan við Alþingi á fjórða tímanum. Eftir nokkurn tíma kom um tugur lögreglumanna á svæðið og skrifaði hjá sér númer bílanna. Skömmu síðar var sendibílunum ekið á brott um leið og bílstjórarnir þeyttu flautur.
Flutningabílstjórarnir vinna nú að stofnun hagsmunasamtaka og verður stofnfundur haldinn á morgun.