Mikið álag og mikill hasar

00:00
00:00

„Það er búið að vera has­ar í dag,“ seg­ir Hólm­fríður Júlí­us­dótt­ir, þjón­ust­u­stjóri þjón­ustu­veri Icelanda­ir, en Vild­ar­klúbb­ur flug­fé­lags­ins hóf í dag að bjóða fé­lög­um í klúbbn­um vild­ar­ferðir á hálf­virði. Einnig verið mikið að gera hjá Ice­land Express sem býður flug­f­arþegum einnig upp á sér­til­boð.

Ódýrt flug og ein­stakt til­boð hafa því verið mál mál­anna í dag. Að sögn Hjörv­ars Sæ­berg Högna­dótt­ir, sölu­stjóra hjá Icelanda­ir, fór flug­fé­lagið af stað með viðamikið til­boð á veg­um Vild­ar­klúbbs Icelanda­ir í morg­un. Til­boðið fel­ur í sér helm­ingsafslátt á öll­um vild­arfar­gjöld­um til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna.

Ice­land Express hóf á há­degi í dag að bjóða sér­til­boð á flug­sæt­um til þeirra áfangastaða sem fé­lagið flýg­ur á um þess­ar mund­ir. Til­boðið gild­ir í 36 klukku­stund­ir og kost­ar flugið nú frá 7990 kr. með öll­um skött­um og öðrum greiðslum. Álagið á síma­döm­urn­ar hef­ur verið minna þar en hjá starfs­systr­um þeirra hjá Icelanda­ir þar sem flest­ar pant­an­ir fara í gegn­um netið.

Vefsíða Icelanda­ir.

Vefsíða Ice­land Express. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert