„Það er búið að vera hasar í dag,“ segir Hólmfríður Júlíusdóttir, þjónustustjóri þjónustuveri Icelandair, en Vildarklúbbur flugfélagsins hóf í dag að bjóða félögum í klúbbnum vildarferðir á hálfvirði. Einnig verið mikið að gera hjá Iceland Express sem býður flugfarþegum einnig upp á sértilboð.
Ódýrt flug og einstakt tilboð hafa því verið mál málanna í dag. Að sögn Hjörvars Sæberg Högnadóttir, sölustjóra hjá Icelandair, fór flugfélagið af stað með viðamikið tilboð á vegum Vildarklúbbs Icelandair í morgun. Tilboðið felur í sér helmingsafslátt á öllum vildarfargjöldum til Evrópu og Bandaríkjanna.
Iceland Express hóf á hádegi í dag að bjóða sértilboð á flugsætum til þeirra áfangastaða sem félagið flýgur á um þessar mundir. Tilboðið gildir í 36 klukkustundir og kostar flugið nú frá 7990 kr. með öllum sköttum og öðrum greiðslum. Álagið á símadömurnar hefur verið minna þar en hjá starfssystrum þeirra hjá Icelandair þar sem flestar pantanir fara í gegnum netið.