Neyðarsendir fannst í gangi á ruslahaugi

Neyðarsendirinn fannst bundinn við ruslagám á Rifi.
Neyðarsendirinn fannst bundinn við ruslagám á Rifi. Alfons Finnson

Landhelgisgæslunni barst tilkynning klukkan hálf ellefu í morgun um að neyðarsendir gæfi frá sér merki á Snæfellsnesi.  Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang, björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út og lögreglu gert viðvart.   Að sögn Landhelgisgæslunnar stóð leit yfir í  um tvo tíma en leitað var bæði á land og sjó, og gekk illa að staðsetja sendirinn.   Neyðarsendir fannst nú síðdegis, bundinn við ruslagám á ruslahaugum á Rifi á Snæfellsnesi.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er málið litið mjög alvarlegum augum, því verið er að misnota neyðarbúnað skipa til þess að afvegaleiða björgunaraðila.  Til stóð að þyrla gæslunnar færi í æfingaflug í dag en æfingunni var frestað vegna kalls frá neyðarsendinum.   

Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík er málið í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert