Svifryk yfir mörkum í dag

Mikið ryk er nú í Reykja­vík  og þyrlast víða upp og veld­ur gang­andi og hjólandi óþæg­ind­um. Bú­ist er við að sól­ar­hrings­gildi svifryks  mæl­ist yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um  í dag og á morg­un. Óheim­ilt var að aka um á nagla­dekkj­um í Reykja­vík frá og með deg­in­um í dag.

Að sögn Um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs borg­ar­inn­ar berst ryk  af há­lend­inu og senni­lega úr opn­um grunn­um og óbundn­um svæðum í grennd við borg­ina. Fín­ustu agn­ir þessa ryks valdi þeim sem eru með viðkvæm önd­un­ar­færi eða ast­ma óþæg­ind­um. Bú­ist sé við svipuðu veðurfari á Faxa­flóa­svæðinu á morg­un.

Nagla­dekk eru áhrifa­mik­ill or­saka­vald­ur svifryks í Reykja­vík og eiga sinn hlut í því í dag að svifryk mæl­ist yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um. Öku­menn eru minnt­ir á að tími nagla­dekkj­anna er liðinn og er ólög­legt að keyra á nagla­dekkj­um eft­ir 15. apríl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka