Beitir sér ekki fyrir auglýsingabanni í tengslum við barnatíma

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagðist á Alþingi ekki ætla að beita sér fyrir því, að Ríkisútvarpinu verði bannað að birta auglýsingar í kringum barnatíma.

Þorgerður Katrín var að svara fyrirspurn frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þingmanni Samfylkingar, um niðurstöður, sem birtust á málþingi menntamálaráðuneytisins nýlega.

Þorgerður Katrín sagðist ekki ætla að beita sér fyrir því að slíkt bann verði sett í endurskoðuð lög um Ríkisútvarpið ohf. heldur verði fjölmiðlum látið eftir, að móta eigin reglur. M.a. hefði komið fram á málþinginu, að 365 miðlar ætli ekki að breyta reglum hjá sér.

Ráðherra vísaði til þess, að í samningi ráðuneytisins og RÚV væri kveðið á um að Ríkisútvarpið hugi sérstaklega að því hvernig auglýsingar eigi að vera í kringum barnatíma.

En Þorgerður Katrín sagði að á endanum verði að treysta foreldrum fyrir því að vita hvað börnum þeirra sé fyrir bestu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert