Búist er við að sólarhringsgildi svifryks á höfuðborgarsvæðinu mælist yfir heilsuverndarmörkum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar í gær. Óheimilt var að aka um á nagladekkjum í Reykjavík frá og með gærdeginum.
Að sögn Umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar berst ryk af hálendinu og sennilega úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í grennd við borgina. Fínustu agnir þessa ryks valdi þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða astma óþægindum.
Nagladekk eru áhrifamikill orsakavaldur svifryks í Reykjavík og eiga sinn hlut í því í dag að svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum. Ökumenn eru minntir á að tími nagladekkjanna er liðinn og er ólöglegt að keyra á nagladekkjum eftir 15. apríl.