Hagaskóli sigraði í Skólahreysti

Áhorfendur voru margir og kátir í Höllinni.
Áhorfendur voru margir og kátir í Höllinni. mbl.is/Kristinn

Hagaskóli sigraði í Skólahreysti árið 2008 með 53 stigum, hreystikeppni meðal 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, afhenti sigurliðinu verðlaun sín. 

106 skólar skráðu sig til leiks. Flestir skólanna völdu keppendur sína að undirgenginni forkeppni þannig að fjöldi þeirra sem tóku þátt í Skólahreysti skipti þúsundum.

Nemendur Hagaskóla taka hér við verðlaunum sínum.
Nemendur Hagaskóla taka hér við verðlaunum sínum. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert