Fjölmenn og góð veisla var haldin í dag þegar Indriði Indriðason, rithöfundur og ættfræðingur frá Fjalli í Aðaldal, fagnaði 100 ára afmæli sínu í sal Miðhvamms. Þar voru saman komin afkomendur Indriða, aðrir ættingjar hans, samferðarmenn og vinir.
Í veislunni söng Kirkjukór Húsavíkur afmælisbarninu til heiðurs við undirleik Aladár Racz og Unnsteins Júlíussonar. Ásgeir Böðvarsson söng einnig fyrir afmælisbarnið við undirleik Juditar György.