Haldið upp á aldarafmæli

Indriði á marga afkomendur sem fögnuðu með honum aldarafmælinu í …
Indriði á marga afkomendur sem fögnuðu með honum aldarafmælinu í dag. Meðal þeirra var dótturdótturdótturdóttir hans Hjördís Óskarsdóttur sem mer með honum á myndinni. mbl.is/Hafþór

Fjölmenn og góð veisla var haldin í dag þegar Indriði Indriðason, rithöfundur og ættfræðingur frá Fjalli í Aðaldal, fagnaði 100 ára afmæli sínu í sal Miðhvamms. Þar voru saman komin afkomendur Indriða, aðrir ættingjar hans, samferðarmenn og vinir.

Í veislunni söng Kirkjukór Húsavíkur afmælisbarninu til heiðurs við undirleik Aladár Racz og Unnsteins Júlíussonar. Ásgeir Böðvarsson söng einnig fyrir afmælisbarnið við undirleik Juditar György. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert