Miðbær í stað sementsturna

 Unnið er að því að fjarlægja sementsgeyma sem verið hafa áberandi í bæjarmynd Reyðarfjarðar undanfarin ár. Þeir voru settir upp tímabundið í tengslum við byggingu álversins sem nú er lokið.

Á þessu svæði eru fyrirhugaðar miklar breytingar á næstu árum, ef hugmyndir sem lagðar eru fram í drögum að aðalskipulagi Fjarðabyggðar ganga eftir. Í stað iðnaðarsvæða er nú gert ráð fyrir miðbæjarsvæði. Aðeins utar, þar sem nú er fjöldi olíugeyma, er gert ráð fyrir íbúðabyggð, en atvinnustarfsemi verður beint annað. Sementsturnarnir rúmuðu um átta þúsund tonn af sementi og samtals fóru um 250 þúsund tonn um sementsbirgðastöðina. Turnarnir verða nú fluttir til Kaliningrad í Rússlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka