Miðbær í stað sementsturna

 Unnið er að því að fjar­lægja sements­geyma sem verið hafa áber­andi í bæj­ar­mynd Reyðarfjarðar und­an­far­in ár. Þeir voru sett­ir upp tíma­bundið í tengsl­um við bygg­ingu ál­vers­ins sem nú er lokið.

Á þessu svæði eru fyr­ir­hugaðar mikl­ar breyt­ing­ar á næstu árum, ef hug­mynd­ir sem lagðar eru fram í drög­um að aðal­skipu­lagi Fjarðabyggðar ganga eft­ir. Í stað iðnaðarsvæða er nú gert ráð fyr­ir miðbæj­ar­svæði. Aðeins utar, þar sem nú er fjöldi ol­íu­geyma, er gert ráð fyr­ir íbúðabyggð, en at­vinnu­starf­semi verður beint annað. Sementsturn­arn­ir rúmuðu um átta þúsund tonn af sementi og sam­tals fóru um 250 þúsund tonn um sements­birgðastöðina. Turn­arn­ir verða nú flutt­ir til Kaliningrad í Rússlandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert