Nagladekkjatíminn liðinn

Nú er tími nagladekkjanna liðinn í bili.
Nú er tími nagladekkjanna liðinn í bili. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumenn mega ekki vera á nagladekkjum eftir 15. apríl samkvæmt reglugerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun þó gefa fólki svigrúm til að skipta yfir á sumardekk fram að næstu mánaðamótum.

Heimilt er að vera á nagladekkjum eftir 15. apríl ef snjór og hálka eru á vegum og mun lögregla taka mið af því.

Hins vegar beinir hún þeim tilmælum til ökumanna innan höfuðborgarsvæðisins að taka nagladekkin undan ef aksturinn er bundinn við höfuðborgarsvæðið fram að mánaðamótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert