Of seint segir ráðherra

„Auðvitað skoðar maður alltaf svona lista, en málið er alltof seint fram komið,“ segir Kristján Möller samgönguráðherra varðandi undirskriftalista sem Magnús Kristinsson útgerðarmaður afhenti honum í dag þar sem fyrirhugaðri byggingu ferjulægis í Bakkafjöru, Landeyjahöfn, var mótmælt.

Hópur undir forystu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, stóð fyrir söfnuninni sem stóð yfir í viku á slóðinni www.strondumekki.is.

Alls skrifuðu 3.172 undir áskorunina, eða tæp 43% Vestmannaeyinga 18 ára og eldri.

Skorað er á ríkisstjórnina að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir í Bakkafjöru og hefja þegar undirbúning að byggingu á öflugri og hraðskreiðri Vestmannaeyjaferju auk stórskipahafnar við Eiðið.

Magnús kveðst sannfærður um að stjórnvöld muni endurskoða ákvörðun sína. „Ég er alveg sannfærður um það að þegar ráðherra, og ríkisstjórnin, fer að skoða þetta þá er þetta ekki of seint.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert