Sektaðir fyrir að dreifa sjónvarpsefni

Hæstiréttur hefur dæmt fjóra menn til að greiða hver um sig  hálfa milljón króna í sekt fyrir að dreifa sjónvarpsefni án heimildar. Mennirnir störfuðu hjá félaginu  Kapalvæðingu í Reykjanesbæ, sem tók á móti læstum útsendingum átta erlendra sjónvarpsstöðva, opnaði þær og dreifði þeim síðan áfram til 1650 áskrifenda í bænum.

Mennirnir voru taldir hafa brotið gegn útvarpslögum. Rannsókn lögreglu á málinu hófst árið 2003 eftir að Norðurljós kærði Kapalvæðingu til sýslumannsins í Keflavík vegna meintrar ólögmætrar dreifingar á sjónvarpsefni um kapalkerfi félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka