Sýningin Verk og vit opnuð

Sýningin Verk og vit 2008 var opnuð nú síðdegis í Laugardalshöllinni. Á sýningunni, sem verður opin fram á sunnudag kynna um 100 aðilar  vörur sínar og þjónustu í tengslum við byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmál.

Á sýningunni er m.a. kynnt nýbygging Háskólans í Reykjavík, fyrirhugað háskólasjúkrahús, nýr sameinaður skóli Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands, nýjungar í vetnisvæðingu, risaborvagn frá Ístaki og mörg af stærstu skipulagsverkefnum höfuðborgarsvæðisin. Einnig verða kynntar tækninýjungar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð auk þess sem sýnd verða nýjustu tæki og tól fyrir áhugamenn jafnt sem atvinnumenn í byggingariðnaði.

Fyrstu tvo dagana, 17. og 18. apríl, verður sýningin opin fyrir fagaðila en um helgina er sýningin einnig opin almenningi.

Íslandsmót iðngreina verður haldið á föstudag og laugardag  í anddyri gömlu Laugardalshallarinnar. Á mótinu etja kappi iðnnemar og nýútskrifaðir iðnaðarmenn í ellefu iðngreinum.

AP sýningar standa að Verki og viti 2008 í samstarfi við iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Landsbankann og Ístak.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert