Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn

Líkan af Landeyjahöfn.
Líkan af Landeyjahöfn.

„Ég er mjög ánægður með undirtektirnar,“ segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, sem ásamt fleiri eyjamönnum stóð að söfnun undirskrifta gegn Landeyjahöfn. Rúmlega þrjú þúsund manns skrifuðu undir.

Magnús segir að vonir standi til að hægt verði að afhenda samgönguráðherra undirskriftirnar í dag.

Alls skrifuðu 3172 undir, þar af 1542 Eyjamenn, eða 38,2% íbúa í Vestmannaeyjum, aðm sögn Magnúsar. Hann segir að vegna ábendinga hafi verið kannað hversu margir sem skrifuðu undir voru fæddir fyrir 1990, og kom þá í ljós að Eyjamenn fæddir fyrir þann tíma, sem skrifuðu undir, voru 1289, eða 42,8% allra íbúa Vestmannaeyja, sem fæddir eru fyrir 1990.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert