Tilboð upp á tólf til sextán milljarða

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/GSH

Vestmannaeyjabær/Vinnslustöðin lögðu fram 6 tilboð í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, sem sigla mun í fyrirhugaða Landeyjahöfn og rekstur á skipinu í 15 ár. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Ríkiskaupum í morgun en auk tilboða Vestmannaeyjabæjar/Vinnslustöðvarinnar gerðu Samskip tilboð í verkið. Þetta kemur fram á fréttavefnum Suðurland.is

Tilboði Samskipa var vísað frá þar sem stóðst ekki kröfur útboðsgagna. Tilboð Vestmannaeyjabæjar/Vinnslustöðvarinnar eru mismunandi há, eftir því hvaða vélbúnaður verður notaður í skipið og hversu hátt framlag Ríkissjóðs verður við upphaf samningsins. Lægsta tilboðið hljóðar upp á 12.387.514.258 krónur  en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 10.173.600.000 krónur.

Hæsta tilboð Vestmannaeyjabæjar/Vinnslustöðvarinnar hljóðar hins vegar upp á rúmar  16,3 milljónir króna. Var ákveðið að ganga til viðræðna við Vestmannaeyjabæ/Vinnslustöðina og var fyrsti samningafundurinn haldinn í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka