Undirbúa gerð tvíhliða samkomulags

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada.
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada. Reuters

Ísland og Kanada undirbúa gerð tvíhliða samkomulags um samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þetta var eitt þeirra viðfangsefna sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, fjölluðu um á fundi í Ottawa í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Gert er ráð fyrir að samkomulagið verði undirritað á næstu mánuðum en efnislega verður það svipað og samkomulagið við Noreg og sameiginlega yfirlýsingin með Danmörku frá því í fyrra. Þetta er liður í áframhaldandi viðleitni íslenskra stjórnvalda til að efla öryggismálasamstarf á friðartímum við grannríki innan Atlantshafsbandalagsins.

Að auki ræddu forsætisráðherrarnir um framkvæmd fríverslunarsamnings EFTA við Kanada og loftferðasamnings Íslands og Kanada. Þá var fjallað um málefni norðurslóða, samstarf á sviði friðargæslu og menningartengsl þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert