Vanskil ekki minni frá árinu 2000

mbl.is/Eyþór

Tölur sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok síðasta árs sýnir að hlutfall vanskila af útlánum var  tæplega 0,4% sem er lítillega lægra en það var í lok næsta ársfjórðungs á undan, þá var hlutfallið 0,5%. Í árslok 2006 var hlutfallið rúmlega 0,5%.

Vanskilahlutfallið nú hefur ekki verið lægra sem hlutfall af útlánum frá árslokum 2000.

Vanskilahlutfall fyrirtækja var 0,3% samanborið við 0,4% í lok 3. ársfjórðungs 2007. Í árslok 2006 var hlutfallið 0,5%.

Vanskilahlutfall einstaklinga var 0,7% sem er lítillega lægra en var í lok næstu ársfjórðunga á undan. Í árslok 2006 var hlutfallið tæplega 0,8%.

Vefsíða Fjármálaeftirlitsins 

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert