Vel sóttur stofnfundur

Um áttatíu manns sóttu stofnfund hagsmunasamtaka bílstjóra í kvöld.
Um áttatíu manns sóttu stofnfund hagsmunasamtaka bílstjóra í kvöld. mbl.is/Kristinn

Um 80 manns sóttu stofnfund hagsmunasamtaka bílstjóra og einyrkja sem stendur yfir í kvöld í Höfðakaffi að  Vagnhöfða 11.

Þar átti einnig að fara yfir stöðu mála varðandi þær kröfur bílstjóra, að álögur ríkisins á eldsneyti verði lækkaðar og að þeir verði undanþegnir hvíldartímaákvæðum Evrópureglna.

Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, sagði að verið væri að ganga frá smáatriðum og  hann ekki til að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Sturla hefur sagt að tekin verði ákvörðun um hvort menn hafi þolinmæði til að bíða eftir að stjórnvöld aðhafist í málinu og það muni koma í ljós á fundinum hvort bílstjórarnir standi fyrir frekari mótmælum á götum borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert