Vel sóttur stofnfundur

Um áttatíu manns sóttu stofnfund hagsmunasamtaka bílstjóra í kvöld.
Um áttatíu manns sóttu stofnfund hagsmunasamtaka bílstjóra í kvöld. mbl.is/Kristinn

Um 80 manns sóttu stofn­fund hags­muna­sam­taka bíl­stjóra og ein­yrkja sem stend­ur yfir í kvöld í Höfðakaffi að  Vagn­höfða 11.

Þar átti einnig að fara yfir stöðu mála varðandi þær kröf­ur bíl­stjóra, að álög­ur rík­is­ins á eldsneyti verði lækkaðar og að þeir verði und­anþegn­ir hvíld­ar­tíma­ákvæðum Evr­ópu­reglna.

Sturla Jóns­son, talsmaður bíl­stjóra, sagði að verið væri að ganga frá smá­atriðum og  hann ekki til að tjá sig frek­ar um málið að svo stöddu. Sturla hef­ur sagt að tek­in verði ákvörðun um hvort menn hafi þol­in­mæði til að bíða eft­ir að stjórn­völd aðhaf­ist í mál­inu og það muni koma í ljós á fund­in­um hvort bíl­stjór­arn­ir standi fyr­ir frek­ari mót­mæl­um á göt­um borg­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert