Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist í fréttum Útvarpsins vilja selja dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, Reykjavík Energy Invest. Sagðist hann treysta Kjartani Magnússyni, stjórnarformanni REI til að ganga þannig frá málum að Reykjavíkurborg geti selt REI sem fyrst.
Gísli Marteinn sagði, að það megi vel vera, að nú sé ekki rétti tíminn til að selja fyrirtækið, miðað við ástand á fjármálamörkuðum, en mikilvægt sé að gefa borgarbúum skýr svör um vilja borgaryfirvalda. Þau svör eigi að vera að Reykjavík selji REI og hættiað standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda í Afríku, Filipseyjum og annarsstaðar.