18.000 skattskussar

Um 18 þúsund manns skiluðu ekki skattskýrslu í fyrra. Á skattgrunnskrá á árinu 2007 voru um 253 þúsund manns og af þeim voru því um sjö prósent sem ekki skiluðu skattskýrslu. „Það er óviðunandi að það séu svona margir sem ekki skila skattframtali,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

Hlutfall þeirra sem ekki skila hækkar

Skúli segir að farið hafi verið í átaksverkefni nú í ár til að draga úr vanskilum á skattframtali. „Við höfum auglýst betur nú en verið hefur undanfarin ár hvernig eigi að skila skattframtölum. Í öðru lagi höfum við tekið í notkun nýjan framtalsvef sem er notendavænni en áður var. Í þriðja lagi reikna ég með að við munum fara yfir málin og hugsanlega gera þeim viðvart sem ekki hafa talið fram í byrjun júní.“

Oft um handvömm að ræða

ÞEKKIR ÞÚ TIL?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert