Bílstjórar stofnuðu hagsmunasamtök

Frá stofnfundi hagsmunasamtaka bílstjóra.
Frá stofnfundi hagsmunasamtaka bílstjóra. mbl.is/Kristinn

Samtaka, félag einyrkja og atvinnubílstjóra, var stofnað í gærkvöldi en um er að ræða hagsmunasamtök bílstjóra. Er félaginu einkum ætlað að halda utan um hagsmunamál bílstjóra í viðræðum við ríkisvaldið. Fyrsti formaður var kjörinn Jón Gunnar Margeirsson í Grindavík.

Að sögn Sturlu Jónssonar, talsmanns bílstjóra, var á stofnfundinum ekki fjallað sérstaklega um hvort framhald yrði á mótmælaaðgerðum, sem bílstjórar hafa staðið fyrir að undanförnu gegn háu eldsneytisverði og hvíldartímaákvæðum. Eftir fundinn hafi menn hins vegar rætt málin og verið sammála um að þeir hafi ekki þolinmæði til að bíða eftir því að eitthvað gerist af hálfu ríkisins. Því megi allt eins búast við frekari aðgerðium á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert