Afbrot útlendinga: Fleiri erlendir afbrotamenn

Rannveig Þórisdóttir.
Rannveig Þórisdóttir. mbl.is/Valdís

Útlendingar voru 17% kærðra einstaklinga vegna hegningarlagabrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2007, og hefur hlutfallið vaxið úr 5% frá árinu 2005. Á sama tíma hefur hlutfall erlendra íbúa á höfuðborgarsvæðinu farið úr 3,4% í 4%.

Hlutfall útlendinga á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað um 18%, en hlutur útlendinga af öllum brotamönnum um 240%.

Þetta er meðal þess sem Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fjallar um í fyrirlestri um afbrot útlendinga á ráðstefnu sem fer fram í Salnum í Kópavogi í dag.

Rannveig setur þann fyrirvara við túlkun upplýsinganna að aðeins sé um að ræða þau afbrot sem lögreglan hefur vitneskju um.

Eru mest í auðgunarbrotum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert