Flugfreyjur funda aftur á miðvikudag

Flugfreyjufélag Íslands og fulltrúar Icelandair hafa ákveðið að funda aftur nk. miðvikudag kl. 13.  Ástríður Ingólfsdóttir, varaformaður Flugfreyjufélagsins, vill hins vegar ekki tjá sig nánar um gang málsins að svo stöddu.

Samningsnefnd Flugfreyjufélags Íslands var boðuð á fund með fulltrúum Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara kl. 13 í dag. Komið hefur fram að félagið krefst hækkunar á taxtalaunum, wn það er samsvarandi hækkun og Samtöka atvinnulífsins og stærstu félög Alþýðusambands Íslands sömdu um í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert