Forstjórastaða til umsóknar

Utanríkisráðherra hefur auglýst embætti forstjóra Varnarmálastofnunar laust til umsóknar. Skipað verður í embættið frá og með 1. júní 2008 til fimm ára.

Varnarmálastofnun fer með verkefni á sviði varnarmála í samræmi við ákvæði 7. gr. varnarmálalaga sem samþykkt voru á Alþingi 16. apríl 2008. Stofnunin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Forstjóri Varnarmálastofnunar skal hafa lokið háskólaprófi og hafa þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Við val á forstjóra verður litið til reynslu af mannaforráðum, stjórnun og rekstri, leiðtogahæfileika, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku a.m.k., hæfni til upplýsingamiðlunar, samskiptahæfni, frumkvæðis og metnaðar, segir í auglýsingu ráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til 2. maí næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert