Segja tillögu meirihluta OR stríða gegn samþykktum og niðurstöðu stýrihóps

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á fundinum í dag.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á fundinum í dag. mbl.is/Ómar

„Gangi til­lag­an eft­ir úti­lok­ar hún að Orku­veit­an geti hagn­ast á virkj­un­ar­fram­kvæmd­um er­lend­is. Til­lag­an rýr­ir þannig verðgildi REI og brýt­ur fyr­ir­tækið niður inn­an­frá," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Sigrúnu Elsu, sem tal­ar um skrípaleik og að skömm sjálf­stæðismanna í Reykja­vík sé með þessu kom­in í sjálf­stæða út­rás. 

Til­lag­an, sem Kjart­an Magnús­son, formaður stjórn­ar Orku­veit­unn­ar lagði fram, er eft­ir­far­andi:

„Meg­in­til­gang­ur Orku­veitu Reykja­vík­ur er að tryggja Reyk­vík­ing­um og öðrum not­end­um á heima­markaði góða þjón­ustu á sem bestu verði en ekki að taka þátt í áhættu­fjár­fest­ing­um er­lend­is.

Með það að mark­miði að staðinn verði vörður um þessa kjarn­a­starf­semi og mik­il­vægt al­mannaþjón­ustu­hlut­verk fyr­ir­tæk­is­ins, samþykk­ir stjórn OR að unn­in verði út­tekt á REI og verðmat á verk­efn­um þess með það fyr­ir aug­um að fyr­ir­tækið geti ein­beitt sér að ráðgjöf og þró­un­ar­verk­efn­um en hugað verði að sölu á þeim verk­efn­um, sem ekki falla und­ir þá starf­semi.

Þekk­ing starfs­manna Orku­veit­unn­ar verði áfram nýtt á vett­vangi REI og OR til ráðgjafaþjón­ustu í þágu fyr­ir­tækja á sviði jarðhita­verk­efna og um­hverf­i­s­vænna orku­gjafa sam­kvæmt sér­stöku sam­komu­lagi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert