Mega auglýsa barnaborgara

Óhollustuauglýsingar sem beinast að börnum verða ekki bannaðar með lögum heldur verður fjölmiðlum látið eftir að taka af skarið og móta reglur hvað það varðar. Þetta kom fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á þingi í gær.

Þorgerður sagði þó öðru máli gegna um Ríkisútvarpið og að hún myndi taka málið upp við útvarpsstjóra þegar þau færu yfir þjónustusamninginn milli RÚV og menntamálaráðuneytisins. „Engu að síður er endapunkturinn alltaf sá að við eigum að treysta foreldrunum, fjölskyldunum í landinu, til þess að meta hvað er best fyrir börnin þeirra,“ sagði Þorgerður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert