Bandaríska blaðið The New York Times hefur nú bæst í hóp þeirra erlendu fjölmiðla sem fjalla sérstaklega um stöðuna í íslensku efnahagslífi. Var fréttin á forsíðu fréttavefjar blaðsins í morgun og ber fyrirsögnina: Ísland, lítil orkustöð, missir afl.
Segir blaðið m.a. að langt vaxtarskeið hafi nú skyndilega endað með sársaukafullum hætti, hruni gjaldmiðilsins, vaxandi verðbólgu, háum vöxtum og spá um fyrstu efnahagslægðina síðan 1992.