Spurt um breytingar á virkjun

Frá framkvæmdum við Fjarðarárvirkjun.
Frá framkvæmdum við Fjarðarárvirkjun. mbl.is/Pétur

Skipulagsstofnun ríkisins hefur sent Seyðisfjarðarkaupstað og Íslenskri orkuvirkjun ehf., sem byggir Fjarðarárvirkjun, bréf þar sem spurst er fyrir um breytingar og viðbætur við virkjunina frá því hún var fyrst kynnt stofnuninni fyrir um þremur árum síðan.

Segir í bréfinu, sem dagsett er 31. mars sl., að kanna þurfi hvort slíkar breytingar og viðbætur séu háðar mati á umhverfisáhrifum. Er vísað til a-liðar 13. gr. 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulagsstofnun bíður nú svara Íslenskrar orkuvirkjunar og Seyðisfjarðarkaupstaðar og mun væntanlega að þeim fengnum ákvarða hvort setja beri virkjunina í mat á umhverfisáhrifum og/eða binda framkvæmdir við hana sérstökum skilyrðum.

Til stóð að taka Fjarðarárvirkjun í notkun fyrir lok síðasta árs, en enn er mörgu ólokið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert