Vaxandi flugmannaskortur

Mikil eftirspurn er eftir flugmönnum á alþjóðlegum vettvangi, og eiga mörg flugfélög í erfiðleikum með að standa við áætlun vegna manneklu. Hafa þau neyðst til að aflýsa mörgum ferðum. Félagi íslenskra atvinnuflugmanna hafa borist fyrirspurnir frá áhafnaleigum og flugfélögum í Evrópu sem vantar flugmenn.

Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fréttabréfs FÍA.

Þar segir ennfremur að þessi vandi teygi sig víða, og hafi flugfélög í Asíu mikið auglýst eftir flugmönnum. Til dæmis muni Emirates í Dubai þurfa að ráða marga á næstu misserum. Air France hafi einnig „auglýst stíft eftir flugmönnum upp á síðkastið.“

Þá segir í fréttabréfinu að þjálfunarflugstjórar frá Icelandair séu í auknum mæli farni að sinna þjálfun hjá öðrum félögum, eins og til dæmis Air Baltic og Royal Brunei.

Flugmannaskortur hafi verið fyrirséður, og virðist nú vera skollinn á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert