Vorboðar í miðbænum

Þessar stúlkur voru klæddar eins og kærleiksbirnirnir.
Þessar stúlkur voru klæddar eins og kærleiksbirnirnir. mbl.is/Júlíus

Líkt og farfuglarnir eru væntanlegir nýstúdentar framhaldsskólanna árlegur vorboði þegar þeir fagna kennslulokum. Í dag er m.a. haldin kveðjuhátíð útskriftarnemenda í Borgarholtsskóla og settu nemendur skólans talsverðan svip á miðborg Reykjavíkur í dag.

Nemendum var boðið í morgunkaffi í skólanum og síðan stjórnuðu þeir dagskrá þar sem kennurum voru þökkuð undanfarin ár. Eftir það héldu stúdentsefnin niður í bæ. 

„Prófin, við hugsum ekki um þau í dag," sagði Elín Pálmadóttir, sem var ásamt nokkrum skólasystrum sínum í gervi kærleiksbjarnanna á Austurvelli.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert