ÁTAK, félag fólks með þroskahömlun, stóð að uppákomu við Alþingishúsið í dag kl. 13. Fólk tók höndum saman og myndaði þannig mannlegan hring í kringum húsið. Alþingi varð fyrir valinu sem tákn lýðræðis og sameiningar.
Félagið vill að fólk sýni samstöðu og undirstriki mikilvægi jafnræðis allra í samfélaginu. Gjörningurinn felur ekki í sér mótmæli af neinu tagi. Öllum er velkomið að mæta og taka höndum saman með Átaki.