Fjölmenni á útskriftarsýningu

Sum verkanna þurfa mikið pláss á Kjarvalsstöðum.
Sum verkanna þurfa mikið pláss á Kjarvalsstöðum. mbl.is/GSH

Margir hafa lagt leið sína að Kjarvalsstöðum í Reykjavík í dag þar sem sýning útskriftarnemenda við Listaháskóla Íslands hefur verið opnuð. Alls sýna sextíu og þrír nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild verk sín og kennir margra grasa, allt frá nytjahlutum upp í stór myndverk.

Í fyrra var sýning útskriftarnemenda í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík en í ár hafa menn fært sig upp á skaftið og sýna í virðulegum sölum Kjarvalsstaða

Verk nemenda eru af ýmsu tagi, þar á meðal kjólar, …
Verk nemenda eru af ýmsu tagi, þar á meðal kjólar, sem nemendur í fatahönnun gerðu. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert