Hætta á að fyrirtæki flytji út

Himinháir vextir hér á landi virka eins og sleggja á atvinnulífið og undan henni geta fyrirtæki ekki vikið sér nú með sama hætti og þegar aðgangur að ódýru erlendu lánsfé var greiður. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Ingimundar Sigurpálssonar, fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins, á aðalfundi samtakanna í gær. Fundurinn var haldinn undir kjörorðinu Út úr umrótinu – inn í framtíðina.

Sagði Ingimundur að við þær aðstæður sem nú væru á fjármálamörkuðum þurfi verulega lækkun vaxta, en hér sé þveröfugt farið. Því stefni í mikla erfiðleika í atvinnulífinu ef ekki rofi til á erlendum fjármálamörkuðum.

„Íslensku atvinnulífi er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst,“ sagði Ingimundur. „Dragist það úr hófi mun það ef að líkum lætur brjótast undan oki hárra vaxta og stöðugra gengissveiflna með þeim aðferðum sem tiltækar eru.“

Ingimundir bætti því við að sú hætta blasti við að íslensk fyrirtæki, sem að stórum hluta starfi á erlendum mörkuðum, muni sjá hag sínum betur borgið með því að flytja starfsemi sína til annarra landa þar sem stöðugleiki er meiri og rekstrarumhverfi hagfelldara.

„Við óbreytt ástand er ekki unnt að una, og er því nauðsynlegt að fara yfir allar hugmyndir um umbætur á núverandi aðstæðum,“ sagði Ingimundur Sigurpálsson í síðustu ræðu sinni sem formaður Samtaka atvinnulífsins eftir 5 ár í því starfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert