Hætta á að fyrirtæki flytji út

Him­in­há­ir vext­ir hér á landi virka eins og sleggja á at­vinnu­lífið og und­an henni geta fyr­ir­tæki ekki vikið sér nú með sama hætti og þegar aðgang­ur að ódýru er­lendu láns­fé var greiður. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Ingi­mund­ar Sig­urpáls­son­ar, frá­far­andi for­manns Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, á aðal­fundi sam­tak­anna í gær. Fund­ur­inn var hald­inn und­ir kjör­orðinu Út úr um­rót­inu – inn í framtíðina.

Sagði Ingi­mund­ur að við þær aðstæður sem nú væru á fjár­mála­mörkuðum þurfi veru­lega lækk­un vaxta, en hér sé þver­öfugt farið. Því stefni í mikla erfiðleika í at­vinnu­líf­inu ef ekki rofi til á er­lend­um fjár­mála­mörkuðum.

„Íslensku at­vinnu­lífi er nauðsyn­legt að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst,“ sagði Ingi­mund­ur. „Drag­ist það úr hófi mun það ef að lík­um læt­ur brjót­ast und­an oki hárra vaxta og stöðugra geng­is­sveiflna með þeim aðferðum sem til­tæk­ar eru.“

Ingi­mund­ir bætti því við að sú hætta blasti við að ís­lensk fyr­ir­tæki, sem að stór­um hluta starfi á er­lend­um mörkuðum, muni sjá hag sín­um bet­ur borgið með því að flytja starf­semi sína til annarra landa þar sem stöðug­leiki er meiri og rekstr­ar­um­hverfi hag­felld­ara.

„Við óbreytt ástand er ekki unnt að una, og er því nauðsyn­legt að fara yfir all­ar hug­mynd­ir um um­bæt­ur á nú­ver­andi aðstæðum,“ sagði Ingi­mund­ur Sig­urpáls­son í síðustu ræðu sinni sem formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins eft­ir 5 ár í því starfi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert